Forvarnir eru besta meðferðin, þar sem ekkert er betra en eigin tennur!
Tannhreinsun er ein mikilvægasta forvörnin. Hreinar tennur draga úr líkum á beineyðingu sem er helsta ástæðan fyrir tannmissi í dag.
Sumir einstaklingar eru í áhættuflokki með tannskemmdir. Í þeim tilvikum er mikilvægt að verja skorur tanna þeirra um leið og þær koma upp, á meðan aðrir geta haft óskorufylltar tennur alla ævi.
Þeir sem gnísta mikið tönnum slíta þeim hraðar. Þá er mikilvægt að grípa snemma inn í.
Fræðsla er ein besta forvörnin og byrjar aldrei of snemma.
Allar forvarnir eru hugsaðar til að varðveita eigin tennur, því markmiðið er að halda tönnunum alla ævi.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ef við getum hjálpað þér með eitthvað, hafðu þá samband.